Ég hef verið í samskiptum við fólk og fyritæki í Grindavík og verð ég að segja að allstaðar hefur mér verið tekið vel og þakka ég vel fyrir það. Eftir því sem ég skoða taxta og samningana betur þá sé ég að við eigum langt í land við að jafna kjör okkar fólks.
Sumir hafa það bara helvíti gott á meðan aðrir lepja dauðann úr skel. Það er mín skoðun að við þurfum að auka kaupmátt verulega í þessu landi og taka á óréttlætinu t.d. í sambandi við verðtrygginguna. Það eru margir sem segja að verðtryggingin sé ekki vandamál. Ég skil ekki þau rök á meðan að það hagur fyrir fjármagnseigendur að hafa mikla verðbólgu þá taka þeir ekki á henni.
Lífeyrissjóðirnir eru sér kapituli fyrir sig eins og staðan er í dag þá er ekki hagur fyrir fólk að borga í lífeyrissjóð eftir samtöl við marga mér eldri menn þá finnst þeim þeir hafa verið sviknir eins kerfið er í dag þá má segja að borga í lífeyrissjóð sé í raun bara aukaskattur.
Kv. Magnús Már