1. grein – Nafn og heimili Sjóðurinn heitir Orlofssjóður VLFGRV. Heimili hans og varnarþing er í
    Grindavík.
  2. grein – Tilgangur sjóðsins Tilgangur sjóðsins er: Að stuðla að byggingu orlofsheimila og auðvelda fólki
    að njóta orlofsdvalar. Tilgangnum skal ná með því m.a.: − Að kaupa eða byggja orlofshús eða íbúðir
    fyrir eigin reikning til að leigja félagsmönnum á eigin vegum eða í samvinnu við önnur félög eða
    samtök. − Að styrkja félagsmenn til orlofsdvalar í orlofshúsi eða íbúðum í eigu sjóðsins eða annara og
    annarra orlofsúrræða. − Að semja um hagstæð kjör á orlofsferðum og gistingu bæði innanlands og
    utan. − Að standa fyrir eða taka þátt í orlofsferðum fyrir félagsmenn. − Að standa fyrir kynningar- og
    fræðslustarfi í sambandi við orlofsmál og nýtingu orlofs. Heimilt er að skipa ferðanefnd sem annast
    undirbúning og skipulagningu einstakra orlofsferða.
  3. grein – Tekjur sjóðsins Tekjur sjóðsins eru: − Iðgjöld atvinnurekenda samkvæmt kjarasamningum á
    hverjum tíma. − Húsaleigutekjur vegna orlofshúsa og íbúða í eigu sjóðsins. − Vaxtatekjur. − Gjafir,
    framlög og styrkir.
  4. grein – Hlutverk sjóðsstjórnar er að: − annast rekstur og umsjón eigna, þ.m.t.
    byggingaframkvæmdir, viðhald og leigu ef um það er að ræða, − annast samskipti við önnur félög og
    samtök vegna orlofsmála, − úthluta samkvæmt reglum sjóðsins. Stjórnina skal skipa 3 aðal og 2 til
    vara og vera kosin á aðalfundi félagsins. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund.
  5. grein – Úthlutun og starfsreglur Sjóðsstjórn setur reglur þar sem kveðið er á um rétt félagsmanna til
    úthlutunar. Sjóðnum skal stjórnað í samræmi við lög og starfs- og siðareglur félagsins.
  6. grein – Reikningshald og endurskoðun Sömu reglur gilda um reikningsskil, ávöxtun og vörslu
    orlofssjóðs og annarra sjóða í eigu og vörslu VLFGRV. Halda skal bókhaldi sjóðsins aðskildu frá öðrum
    fjárreiðum félagsins. Iðgjaldagreiðslur til sjóðsins skulu skráðar á nafn hvers sjóðfélaga. Reikningsár
    sjóðsins er almanaksárið. Reikningar sjóðsins skulu lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir af
    skoðunarmönnum reikninga og löggiltum endurskoðenda félagsins fyrir aðalfund.
  7. grein – Umsóknir og réttur til úthlutunar úr sjóðnum Sjóðfélagar eru þeir sem greitt er af iðgjald til
    sjóðsins. Rétt til úthlutunar orlofshúsa og orlofsíbúða eiga allir félagsmenn VLFGRV sem greitt er af til
    sjóðsins. Einnig þeir sem hafa lokið hafa starfsævi hjá félaginu, eru orðnir 67 ára eða eldri eða eru
    öryrkjar og hafa verið félagsmenn. Atvinnuleitendur og félagsmenn í fæðingarorlofi sem greitt er af til
    félagsins viðhalda þeim rétti sem þeir hafa áunnið sér. Rétt til annarra orlofsúrræða eiga eingöngu
    þeir félagsmenn sem greitt er af til sjóðsins nema annað sé ákveðið af stjórn sjóðsins. Hafi iðgjöld til
    orlofssjóðs ekki verið greidd vegna sjóðfélaga, en hann getur fært sönnur á að félagsgjöld hafi
    samkvæmt reglulega útgefnum launaseðlum verið dregin af launum hans síðustu 6 mánuði, skal hann
    njóta réttar eins og iðgjöld til orlofssjóðs hafi verið greidd.
  8. grein – Breytingar a reglugerð þessari Breytingar á reglugerð þessari má aðeins gera á aðalfundi, og
    ná þær því aðeins samþykki að meirihlut greiddra atkvæða séu þeim fylgjandi. Tillögu til
    reglugerðabreytinga, sem einstakir félagsmenn vilja koma á framfæri, skal skila til félagsstjórnar eigi
    síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.

Þannig samþykkt á aðalfundi Verkalýðsfélags Grindavíkur 18.maí 2021