Tilgangur félagsins er sá að efla og styðja hag félagsmanna. Félagið kappkostar að ákveða vinnutíma, kaupgjald, vinnuskilmála, tryggja öryggi við vinnu og vinna að öðrum hagsmunamálum verkafólks með því að skipuleggja innan félagsins allt það verkafólk sem starfar á félagssvæðinu.
Félagið er opið öllu verkafólki, sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Starfa eða eru að hefja störf í einhverjum þeirra atvinnugreina sem félagið styður.
- Eru fullra 16 ára að aldri.
- Eru hvorki skuldugir né standa í óbættum sökum við félagið eða önnur verkalýðsfélög innan Alþýðusambands Íslands.