Í ár eru 80 ár frá stofnun Verkalýðsfélags Grindavíkur og vissulega hefur margt gerst og margir sigrar unnist.
En því miður þá er ansi margt sem ekki hefur breyst eins og td Þessi brjálaðislega græðgi æðstu stjórnenda og eigenda sumra af stæðstu fyrirtækjum á Íslandi.
Ég veit um dæmi þar sem fostjóri og undirmaður unnu saman í 15 ár.
þegar þeir byrjuðu að vinna saman þá hafði forstjórinn 600.000kr á Mánuði en undirmaðurinn 200.000kr á mánuði.
En eftir 15 ára samstarf var undirmaðurinn orðinn að millistjórnanda með 450.000kr á mánuði en fostjórinn var komin með 8.500.000 kr á mánuði.
og því miður þá þykir þetta bara eðlilegt og Þetta er því miður sá jöfnuður sem við búum við á íslandi í dag.
Forsætisráðherra íslands finnst eðlilegt að einkaaðilar græði á heilbrigðisþjónustunni og borgi sér gríðalegan arð.
Jú af því að þeir eru betri að stjórna en ríkið.
Þessu er ég bara ekki sammála en ég sé samt ekki einkarekstur sem einhverja grýlu.
En ég vill þá heldur laga til í kerfinu þannig að hægt sé að reka heilbrigðisþjónustu sem virkar fyrir alla og arðurinn sem myndast nýtist áfram í heilbrigðisþjónustunni fyrir alla landsmenn.
Eins vill ég að við getum veitt starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar upp á góð starfsaðstöðu.
Það fer verulega í taugarnar á fjármagnseigendum að allmenningur geti núna leift sér eitt og annað,
eins og td fara til útlanda og já gera sér glaðan dag.
Að þeirra mati er gengið orðið alltof hátt og jú það verður að fella gengið svo að nokkrir útvaldir fari að græða meira.
fyrir mína parta þá er ég á móti gengisfellingu en vill aftur á móti lækka vexti verulega sem ætti að gagnast bæði atvinnulífinu og almenning.
En afhverju má þetta ekki?
jú þá gætu fjármangseigendur grætt minna en þeir gera í dag.
og hverjir eru svo stæðstu fjármangnseigendur landsins.
Jú Það eru Lífeyrissjóðirnir sem eru að mörgu leiti farnir að vinna gegn eigendum sínum sem eru launþegar þessa lands.
Ætti þá ekki frekar að taka til í lífeyrissjóðakerfinu. það er allavegana mín skoðun.
Er ekki bara komin tími á að vinnandi fólk fari að geta lifað þokkalegu lífi á íslandi. Já krafan er ekki meiri.
og jafnvel vinna bara 8 tíma á dag 5 daga vikurnar og geta lifað af því sómasamlegu lífi.
það er mín ósk eins og verkalýðsfélags Grindavíkur.
Að lokum vill ég þakka Kvennfélagskonunum fyrir virkilega flott kaffi hlaðborð í gær.
kv
Magnús Már Jakobsson
Leave a Reply