Heim » Fréttir » Fréttir » Almennar launahækkanir

Almennar launahækkanir

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði:

Þann 1. maí hækka laun og launatengdir liðir um 4,5%.
Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf skal vera 280.000 frá 1. maí 2017.
Starfsmenn fá 46.500 kr. í orlofsuppbót 1. júní, miðað við fullt starf.
Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar í 10% 1. júlí 2017.
Starfsmenn fá 86.000 kr. í desemberuppbót ekki síðar en 15. desember, miðað við fullt starf.
Starfsfólk sveitarfélaga:
Þann 1. júní hækka laun um 2,5% auk þess sem launataflan breytist og hækkar um 1,7% að auki.
Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf skal vera 280.000 frá 1. júní 2017.
Starfsmenn fá 46.500 kr. í orlofsuppbót 1. maí, miðað við fullt starf.
Starfsmenn fá 110.750 kr. í desemberuppbót þann 1. desember, miðað við fullt starf.
Starfsfólk ríkisins:
Þann 1. júní hækka laun um 4,5%.
Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf skal vera 280.000 frá 1. júní 2017.
Starfsmenn fá 46.500 kr. í orlofsuppbót 1. júní, miðað við fullt starf.
Starfsmenn fá 86.000 kr. í desemberuppbót þann 1. desember, miðað við fullt starf.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *