Heim » Fréttir » Fréttir » Formannspistill

Formannspistill

Grindavík 3.Júlí 2017.

Ég sá í fréttum að við værum að koma upp svokallaðari elítu á íslandi og því miður er það staðreynd .

Sighvatur Björgvinsson kallaði þessa kynslóð sem nú er að reyna að draga fram lífið á vinnumarkaði sjálftökukynslóðina. Þetta eru í besta falli heimskuleg ummæli sem lýsa honum sennilega best sjálfum enda þekki ég hann ekki neitt.

Nú í ætti að vera þvílíkt góðæri á íslandi fyrir alla en staðreyndin er sú að svo er alls ekki.

Góðar fréttir fyrir okkur allmúgan Costko kemur og matvara hefur lækkað um 6%. Og sama má segja um allmennt vöruverð sem hefur lækkar líka.

Helstu keppinautar Costko byrja starx að tapa að eigin sögn og þeir eiga enga sjóði til að takast á við breyttar aðstæður .

Já en hvað er þá til ráða? jú selja hlutabrétin eins og var gert hjá Högum.

Hver ætli kaupi ? jú auðvitað lífeyrissjóðirnir sem eru með ávöxstunarkröfu uppá 3.5% raunávökstun.

Aftur spyr ég var möguleiki á 3.5% raun ávöxtun í þessum viðskiftum ?mitt mat er nei.

Hvers vegna kaupa þeir þá í Högum. Gæti verið að þessir hluthafar sem um ræðir hafi ítök innan lífeyrissjóðanna.

Þessir hluthafar hafa í gegnum árin tekið út miklar arðgreiðslur en aftur á móti núna þegar þeir geta ekki lengur hagað sér eins og þeir vilja þá er best að selja vinum sínum í lífeyrissjóðunum.

Nýjasta dæmið um mismunun það þessi viðbjóðslegi barnaperri sem skifti um nafn og fékk uppreisnaræru hjá sjálfstæðismönnum og Forseta vorum. Afhverju á þessi maður að fá þetta en fórnalömbin og fjölskyldur þeirra sitja svo uppi með sín sár og fá í raun ekkert nema salt í sárin.

Hjá ferðaþjónsustunnni er allt að fara til andskotans en samt er aukning ferðamanna á milli ára mæld í tugum prósenta. hækkun launa og gengi krónunar er um að kenna segja forsvarsmennirnir. Getur verið að það sé tekið of mikið út úr greinini til eigenda. Ég sá td einn forstjóra í ferðaþjónustunni nefndan í tekjublaðinu með laun uppá rúmar 12 millur á mánuði og næstráðendur með rúmar 3 millur á mánuði.

Þessi svokallaða launahækkun í ferðaþjónsustunni virðist hafa farið að mestu til æðstráðenda.

Kjararáð hefur margsinnis komist að þeirri niðurstöðu að laun séu allt of lá.

En það virðist bara eiga við um þá sem hafa hæstu launin.

Hverjir eru eru það sem sitja í kjararáði.

það skildu þó ekki vera fólk sem tilheyrir þessum stéttum og tilheyra þá þessari svokölluðu elítu sem hafa verið að taka mest til sín.

Kannski er þetta fólkið sem Sighvatur Björgvinsson kallar sjálftökukynslóðin.

Núna fljótlega fara læðstu laun að nálgast 300.000kr á mánuði.

Að mínu mati og miðað við þær hækkanir sem komið hafa í gegnum kjararáð ættu lægstu launin að hækka nk febrúar og fara í 500.000kr á mánuði afturvirkt til feb 2017.

Já hvers vegna svona mikil hækkun. Jú öll lifum við á krónum en ekki prósentum.

þess vegna miða ég þetta við krónutöluna en ekki prósentuna.

Finnst ykkur skrítið að fólk sé orðið svolítið svartsýnt en staðreyndin er sú að flestir íslendingar er hið besta fólk en elítan er helvíti sjálfelsk.

Í þessari grein er ekki fjallað um heilbrigðismál, menntamál eða málefni öryrkja og eldriborgara.

Þar þarf virkilega að taka tli hendinni að mínu mati og ég hef ekki gleymt hverjir það voru sem komu í veg fyrir að öryrkjar og eldriborgarar fengju afturvirkar hækkanir eins og aðrir fengu á sínum tíma.

Bestu kveðjur Magnús Már Jakobsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkurmagnusmar_jan10

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *