Heim » Fréttir » Fréttir » Áskorun til stjórnar Festa lífeyrissjóðs.

Áskorun til stjórnar Festa lífeyrissjóðs.

Ágæti stjórnarmaður í Festa lífeyrissjóðs
Aðalfundur Verkalýðsfélags Grindavíkur samþykkir Þann 15/5/2014 að skora á stjórn Festu lífeyrissjóðs að fjárfesta ekki í fyrirtækjum sem borga mánaðarleg laun, hlunnindi og árangurstengdar þóknanir umfram 3,0 milljónir.

Greinagerð:

Tekjuskipting er að verða eitt helsta vandamál á Íslandi og á meðan launþegar þurfa að sætta sig við lága prósentuhækkun á launum er óeðlilegt að stjórnendur fyrirtækja sem lífeyrissjóðirnir eiga í hafi ofur laun eða fái hækkanir sem langt frá því teljast eðlilegar eða hóflegar.

Dæmi er um fyrirtæki sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóðana þar sem stjórnendum er greidd ofurlaun (allt að 8 milljónum) ef þessi upphæð færi ekki yfir 3,0 milljónir væri hægt að hækka laun fleiri hundruð starfsmanna um 20.000 kr per mánuð.
fh Verkalýðsfélags Grindavíkur

 

Hér má lesa svar frá stjórn Festa.