Heim » Fréttir » Fréttir » VIÐBRÖGÐ VIÐ FJÁLAGAFRUMVARPI

VIÐBRÖGÐ VIÐ FJÁLAGAFRUMVARPI

Vitið þið það kæru vinir ég held að það sé eitthvað verulega skrítið við kerfið okkar. Nú kemur fjármálaráðherra með nýtt fjárlagafrumvarp og til að koma til móts við allmenning þá á að hækka matarskattinn og jú matvörur munu hækka um ca 5% veit þessi andskotans maður ekki að það er fullt af fólki sem sem bíður í röðum eftir mataraðstoð jafnvel þó það vinni fulla vinnu. En í staðinn þá skulum við fella niður vörugjöld jú svo að þetta blessaða fólk sem ekki á fyrir mat geti nú verslað nýjan ískáp.Hvering í andskotanum á þetta að geta gengið kæri Fjármalaráðherra. Ég er ekki með þessum orðum mínum að setja útá niðurfellinguna á vörugjöldum heldur að benda á hversu vitlaus forgangsröðunin er hjá ríkisstjórnini okkar sem við því miður sitjum uppi með einhvað áfram en vonandi stutt. Hvernig væri að koma með potta og pönnur aftur. Það er fullt af fólki sem sem ekki á fyrir læknirsaðstoð og getur ekki leyst út lyf til að geta lifað mannsæmandi lífi á meðan sjáum við að forstjórar og næstu stjórnendur eru að hækka sín laun verulega og meðal hækkun þeirra er mikið hærri en meðal laun verkamanna er þetta eðlilegt. Verkamaður hefur ekki allmennilega efni á að koma börnum sínum til mennta og hvað þá koma yfir sig húsaskjóli. Það þarf að koma þessu fólki í skilning um að við búum ekki í exelskjali heldur þurfum við krónur til að lifa en launahækkanir eru alltaf í %. Svo sér maður hér feisinu alþingismenn hrósa sér og sínum mönnum fyrir vel unnin störf. á meðan stór hluti þjóarinnar nær ekki saman endum. Þessu þarf að breyta og setjum fólkið í fyrsta sætið en ekki auðvaldið.
Kær kveðja
Magnús Már Jakobsson