Í kjarasamningi SGS og SA, sem undirritaður var í mars 2024, var samið um svokallaðan ræstingarauka fyrir starfsfólk í ræstingum. Þetta þýðir að ræstingarfólk fékk sérstaka viðbótargreiðslu frá og með ágúst 2024.
Ræstingarauki er sérgreiðsla sem á að greiða út mánaðarlega og reiknast hún í hlutfalli við starfshlutfall, en fyrir fullt starf er ræstingarauki 19.500 kr. á mánuði. Ræstingaraukinn myndar ekki stofn undir vaktaálags- eða yfirvinnugreiðslur.
Ræstingaraukinn gildir a.m.k. út samningstímann, þ.e. til 1. febrúar 2028 og tekur ekki hækkunum á samningstímabilinu, þ.e. ræstingarauki m.v. fullt starf er 19.500 kr. á mánuði frá 1. ágúst til 1. febrúar 2028.
Leave a Reply