Á Mínum síðum er hægt að sækja um alla sjúkrastyrki og menntunarstyrki rafrænt úr sjúkra- og menntunarsjóði félagsins. Best er að fara inná www.vlfgv.is velja þar mínar síður.
Mikilvægt er að yfirfara og uppfæra persónuupplýsingar þeas reikningsnúmer, tölvupóst og fl.
Ferlið við að sækja um
1. Það fyrsta að skra sig inn með rafrænum skilríkjum.
2. Velja styrkir, þá birtast þeir styrkir sem eru í boði.
3. Næst þarf að sækja um styrk, yfirfara reikn upplýsingar,
4. Hlaða þarf næst inn gögnum sem þurfa að liggja fyrir til að hægt sé að afgreiða umsókn, til dæmis greiðslukvittun frá íslenskum banka og reikning.
Fundur er haldinn í stjórn sjúkrasjóðs einu sinni í mánuði. Umsóknir og gögn sem leggja á fyrir fund þurfa að hafa borist í síðasta lagi 17. hvers mánaðar (breytilegt í desember ) til að fá borgað út um næstu mánaðamót.
Leave a Reply