Formenn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélags Grindavíkur undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu um sameiningu.
Undanfarna mánuði hafa farið fram viðræður milli stjórna félaganna um mögulega sameiningu. Í síðustu viku var viljayfirlýsing undirrituð um að hefja formlegar viðræður um sameiningu félaganna.
Í henni stendur að viðræðurnar snúist um að kanna hvort og hvernig best sé að sameina félögin til að tryggja enn betri þjónustu við félagsmenn og til að styrkja félögin enn frekar. Stefnt er að því að viðræðum sé lokið fyrir áramót.
Einnig hvetja stjórnir félaganna verkalýðsfélagið í Sandgerði til þátttöku í viðræðunum.
Leave a Reply