Heim » Fréttir » Fréttir » Vaxtaokur Seðlabankans heldur áfram!

Vaxtaokur Seðlabankans heldur áfram!

skráð í Fréttir 0

Ályktun stjórnar Verkalýðsfélags Grindavíkur

Einhliða og einstrengingslegar aðgerðir Seðlabanka gegn verðbólgu leggjast með mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Ef núverandi verðbólga er vegna of mikillar neyslueftirspurnar, eins og Seðlabankinn gengur úr frá, þá eru það ekki þau tekjulægri og eignaminni sem bera ábyrgð á því, heldur þau sem efnameiri eru.

Ófremdarástand í húsnæðismálum og miklar hækkarnir á verði þjónustu og matvæla eru mikilvægustu orsakir núverandi verðbólgu. Aðgerðir Seðlabankans beinast ekki sérstaklega að þeim þáttum, heldur magna þá upp ef eitthvað er. Þess vegna hefur Seðlabankinn ekki náð nægilegum árangri við að lækka verðbólguna á undanförnum misserum.

Nú blasir við að bæði forystufólk seðlabanka Íslands og ríkisstjórn Íslands ætla sér ekki að vinna á verðbólgunni, heldur ástunda verðmætaflutning í stórum stíl úr vösum launafólks yfir í veski auðmanna og í féhirslur banka og lánastofnana. Stærsti óvissuþátturinn í efnahagslífi þjóðarinnar eru Seðlabanki Íslands og ríkisstjórn landsins. Skýringar Peningastefnunefndar um nauðsyn viðvarandi okurvaxta eru ótrúverðugar. Þær skýringar tala þvert ofan í staðreyndir úr síðustu mælingu Hagstofu Íslands á ársverðbólgu þessa árs sem mældist 6,3 prósent og án húsnæðisliðsins 4,2 prósent.

Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur mótmælir harðlega ákvörðun Seðlabanka Íslands sem mun ekki skila árangri í baráttunni við verðbólguna. Einnig mótmælir VLFGRV að mörg fyrirtæki SA hafi ekki sýnt samfélaglega ábyrgð með því að hækka ekki vöruverð.

Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *