Heim » Fréttir » Fréttir » Upplýsingar fyrir félagsmenn vegna COVID-19

Upplýsingar fyrir félagsmenn vegna COVID-19

skráð í Fréttir 0

English Below / Polski poniżej

Í þessu fréttabréfi má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um réttindamál á vinnumarkaði í tengslum við COVID-19


Atvinnuleysisbótaréttur aukinn – Greiðslur hlutabóta.

Alþingi hefur samþykkt frumvarp um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda. Launafólk og atvinnurekendur þurfa að gera þetta í sameiningu og með samtali.


Hægt er að sækja um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli hjá VMST um leið og umsóknarformið er tilbúið, en Vinnumálastofnun leggur nú kapp á að vinna að stafrænni útfærslu fyrir þessa umsókn.  


Umsóknir um minnkað starfshlutfall munu gilda afturvirkt frá þeim degi sem starfshlutfall var minnkað, allt aftur til 15. mars 2020. Lögin gilda til 1. júní 2020.  


Það sem er gott að vita

  • Allt að 75% hlutabætur – Atvinnuleysisbætur greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli koma ekki til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta enda hafi starfshlutfallið lækkað um 20% hið minnsta en þó ekki neðar en í 25%. Atvinnurekanda er óheimilt að krefjast vinnuframlags umfram nýja starfshlutfallið.
  • Allt að 90% heildarlauna – Greiðslur atvinnuleysisbóta skulu nema hámarki tekjutengdra atvinnuleysisbóta í réttu hlutfalli við hið skerta starfshlutfall. Laun frá vinnuveitanda og greiðslur atvinnuleysisbóta samanlagt geta þó aldrei numið hærri fjárhæð en 90% af meðaltali heildarlauna launamanns miðað við þriggja mánaða tímabil áður en launamaður missti starf sitt að hluta.
  • Þak á samanlagðar bætur og laun 700.000 kr. – Laun frá vinnuveitanda fyrir hið minnkaða starfshlutfall og atvinnuleysisbætur geta samanlagt aldrei numið hærri fjárhæð en 700.000 kr. á mánuði.
  • Laun allt að 400.000 kr. að fullu tryggð – Einstaklingar með 400.000 kr. eða minna í laun á mánuði geta fengið greidd 100% af meðaltali launa.


Námsmenn eiga möguleika á hlutabótum – Námsmenn geta átt rétt á bótum samkvæmt frumvarpinu enda uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði ákvæðisins.


Gildistími – Ákvæði þessi gilda frá og með 15. mars til og með 31. maí 2020. Þegar nær dregur 31. maí 2020 verður úrræðið endurmetið.

Hvað þýðir þetta í upphæðum og starfshlutfalli?

Greiðslur hlutaatvinnuleysisbóta skerða ekki áunnin réttindi samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar.

Ef félagsmenn eru hræddir um að fyrirtækið sem þeir starfa hjá er á leiðinni í þrot.
Hafðu þá samband við félagið, við hjálpum félagsmönnum að sækja sinn rétt í ábyrgðarsjóð launa. Félagið hefur úrræði fyrir þá félagsmenn sem lenda í gjaldþroti fyrirtækis og fá ekki greidd laun um mánaðarmót.

Laun í sóttkví


Alþingi hefur samþykkt lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera sýktir. 


Gildissvið laganna er í meginatriðum tvíþætt og tekur til launagreiðslna vegna:

  • Launafólks og sjálfstætt starfandi einstaklinga sem sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til og með 30 apríl 2020. 
  • Barna sem sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda

Meginreglan verður sú að vinnuveitendur haldi áfram að greiða laun en ríkið endurgreiði þeim allt nema launatengdu gjöldin. Greiði vinnuveitandi ekki laun meðan á sóttkví stendur geta einstaklingar sótt sjálfir um greiðslur. Lögin gera einnig ráð fyrir að sjálfstætt starfandi einstaklingar í sóttkví geti átt sambærilegan rétt og launafólk.

Ef starfsmaður í sóttkví sinnir sínu starfi í fjarvinnu mun eðlilega ekki koma til endurgreiðslu en geti hann einungis sinnt starfi sínu að hluta í fjarvinnu þarf að meta eðlilegt hlutfall endurgreiðslu.

VMST annast framkvæmd laganna. Unnið er að tæknilegum lausnum vegna greiðslna í sóttkví, sem verður hægt að sækja um hér.

Partial unemployment benefits to compensate for a reduction in working time

AGREEMENT on a temporary reduction in working time with reduction in pay

Zasiłek wyrównawczy z tytułu obniżenia etatu

Porozumienie o tymczasowym obniżeniu etatu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *