Líf­eyris­sjóðir í ruglinu

skráð í Fréttir 0

Lífeyrissjóðirnir hafa fullyrt að þeim sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur, tímabundið í þrjá mánuði, á húsnæðislánum Grindvíkinga. Og fylgja þannig fordæmi bankanna. Lífeyrissjóðurinn Gildi og Landssamtök lífeyrissjóða hafa borið fyrir sig lögfræðiáliti sem kemst að þessari niðurstöðu sem verður að teljast í besta falli fjarstæðukennd tilraun til að slá ryki í augu almennings. Stjórnendur Gildis hafa látið … Lesa meira

Frá bæjarstjórn Grindavíkur

skráð í Fréttir 0

Skorum á lífeyrissjóði að greiða hratt og örugglega úr lánamálum íbúa Að lokum ræddi bæjarstjórn um málefni íbúa og vill koma með eftirfarandi áskoranir: Við bæjarstjórn Grindavíkur skorum á lífeyrissjóði að greiða hratt og örugglega úr lánamálum íbúa Grindavíkur með sömu leið og bankarnir hafa nú þegar gert. Forsendur lánþega eru algjörlega brostnar og með öllu óskiljanlegt hversu ósveigjanlegt viðmót … Lesa meira

Áríðandi tilkynning!!

skráð í Fréttir 0

Kæru félagar. Fyrirhuguð mótmæli sem fara áttu fram við höfuðstöðvar Gildis lífeyrissjóðs og Landssamtaka lífeyrissjóða í dag kl.15 falla niður vegna skörunar við aðventugleði Grindvíkinga sem listamenn og fleiri eru að bjóða til í Haukahúsinu Hafnarfirði milli kl.15 og 17 í dag. Við hvetjum alla Grindvíkinga og velunnara þeirra til að mæta og gera sér glaðan dag. Kveðja, Hörður Guðbrandsson … Lesa meira

1 6 7 8 9 10 11 12 48
Select Language