Aðalfundur 2019

Aðalfundur Verkalýðsfélags Grindavíkur verður haldinn mánudaginn 29. apríl 2019 í sal félagsins að Víkurbraut 46 kl 20:00. Dagskrá: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar fyrir árið 2018 Kynning á stjórnum félagsins Endurskoðaðir reikningar til samþykktar Lagabreytingar Ákvörðun félagsgjalda Önnur mál

Nýr samningur samþykktur hjá V.L.F.G. og öllum félögum SGS

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta. Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 18 félaga um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 12. til 23. apríl. Í heildina var kjörsókn 12,78%, já … Lesa meira

Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings

Rafræn atkvæðagreiðsla hjá 18 af aðildarfélögum SGS um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins fyrir störf á almennum vinnumarkaði, sem undirritaður var 3. apríl 2019, hefst kl. 13:00 þann 12. apríl og lýkur þriðjudaginn 23. apríl kl. 16:00. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn í aðildarfélögum SGS sem vinna eftir viðkomandi samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers aðildarfélaga SGS í janúar/febrúar 2019. Kynningarefni hefur … Lesa meira

1 2 3 4 5 53
Select Language