Heim » Fréttir » Fréttir » Ákvæðisvinna við línu og net Samningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda

Ákvæðisvinna við línu og net Samningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda

Ákvæðisvinna við línu og net

Samningur

milli Starfsgreinasambands Íslands
og
Landssambands smábátaeigenda

1. gr. Gildissvið
Samningur þessi nær til starfsmanna sem vinna við uppstokkun eða beitningu í landi annarra en þeirra sem eru hlutaráðnir, enda gilda þar ákvæði sjómannasamninga.
Samningurinn gildir jafnframt fyrir starfsmenn sem starfa við netavinnu.

Við gildistöku samnings þessa hefjast viðræður um endurnýjun kjarasamnings aðila, sbr. aðfarasamning SA og aðildarsamtaka ASÍ frá 21. desember 2013.

Við samþykkt samnings þessa greiðist sérstök eingreiðsla kr. 14.600 hverjum starfsmanni m. v. fullt starf, enda hafi starfsmaður starfað í janúar 2014 og var enn í starfi þann 1. febrúar 2014. Greitt skal hlutfallslega í samræmi við starfshlutfall.

2. gr. Launakjör

a) Beitning með beituskurði
Greiða skal starfsmanni sem beitir í landi pr. bjóð samkvæmt neðangreindri töflu:

420 x 6,13 = kr. 2.576 með beituskurði
450 x 6,13 = kr. 2.759 með beituskurði
500 x 6,13 = kr. 3.066 með beituskurði
540 x 6,13 = kr. 3.311 með beituskurði

Sé línan lengri skal greiða 10% álag til viðbótar pr/krók. Orlof er ekki innifalið í þessum tölum. Þessi greiðsla fyrir beitningu miðast við að starfsmaður beiti og sjái um beituskurð án annarrar vinnu við bátinn.

b) Beitning án beituskurðar
Greiða skal starfsmanni sem beitir í landi pr. bjóð samkvæmt neðangreindri töflu:

420 x 5,61 = kr. 2.357 án beituskurðar
450 x 5,61 = kr. 2.525 án beituskurðar
500 x 5,61 = kr. 2.806 án beituskurðar
540 x 5,61 = kr. 3.030 án beituskurðar

Sé línan lengri skal greiða 10% álag til viðbótar pr/krók. Orlof er ekki innifalið í þessum tölum. Þessi greiðsla fyrir beitningu miðast við að starfsmaður beiti án annarrar vinnu við bátinn.

c) Uppstokkun á línu
Fyrir uppstokkun á línu skal greiða 74% af verði fyrir beitningu á bjóði samkvæmt a-lið
þessarar greinar. Greiðslur fyrir uppstokkun taka mið af lengd bjóða með sambærilegum hætti og er fyrir beitningu. Orlof er ekki innifalið í þessum tölum.

420 króka bjóð uppstokkun kr. 1.906
450 króka bjóð uppstokkun kr. 2.042
500 króka bjóð uppstokkun kr. 2.269
540 króka bjóð uppstokkun kr. 2.450

d) Skilgreining vinnu
Heimilt er að láta starfsmenn vinna við umhirðu á línu svo sem uppstokkun og aðstöðu í starfsstöð. Það er í þeim tilfellum sem starfsmenn ná ekki að beita/stokka upp sem nemur mánaðarlegri kauptryggingu enda fari sú vinna fram á dagvinnutíma.

e) Vinna á frídögum
Þegar starfsmaður er kvaddur til vinnu á frídögum skv. gr. 2.3.2 í aðalkjarasamningi bætist við 80% álag á greiðslu. Sama álag greiðist á þeim sunnudögum sem kallað er til vinnu eftir að kauptryggingu er náð innan almanaksmánaðarins.

3. gr. Landmenn
Samið skal sérstaklega við þá sem sjá um að taka á móti bát úr róðri, sjá um að koma beitu fyrir í klefa, greiða úr flækjum eða flóka sem rekja má til ytri aðstæðna og annast aðra umsýslu.

Á vinnustað skulu atvinnurekendur sjá um að lyfjakassi sé á staðum með nauðsynlegum lyfjum og umbúðum. Starfsmenn skulu hafa viðunandi aðgang að salernisaðstöðu, vaski og húsnæði til kaffidrykkju og geymslu á hlífðarfötum.

4. gr. Starfshlutfall
Starfsmaður sem stokkar upp eða beitir ákveðin fjölda bjóða á dag samkvæmt eftirfarandi reglu telst vera í fullu starfi við beitningu. Sé hann ráðinn til að beita færri bjóð skerðist starfshlutfall hans sem því nemur. Fullt starf er skilgreint í samningi þessum að beitt sé í 14 daga í mánuði hverjum.

Bjóð með beituskurði: 420 króka bjóð = 6,55 bjóð á dag
450 króka bjóð = 6,11 bjóð á dag
500 króka bjóð = 5,50 bjóð á dag
540 króka bjóð = 5,09 bjóð á dag

Bjóð án beituskurðar: 420 króka bjóð = 7,15 bjóð á dag
450 króka bjóð = 6,68 bjóð á dag
500 króka bjóð = 6,01 bjóð á dag
540 króka bjóð = 5,56 bjóð á dag

Uppstokkun á línu: 420 króka bjóð = 8,85 bjóð á dag
450 króka bjóð = 8,26 bjóð á dag
500 króka bjóð = 7,43 bjóð á dag
540 króka bjóð = 6,88 bjóð á dag

5. gr. Kauptrygging
Beitningamenn sem eru fastráðnir skulu hafa kauptryggingu á mánuði kr. 236.095. Kauptrygging starfsmanna miðast við að menn stokki upp eða beiti ákveðin fjölda bjóða á mánuði miðað við fullt starf og hlutfallslega miðað við starfshlutfall. Fjöldi bjóða tekur mið af lengd línu sem viðkomandi starfsmaður stokkar upp eða beitir reglulega. Komi til þess að brælur eða aðrar aðstæður hamli veiðum skal starfsmönnum tryggðar greiðslur fyrir fjölda bjóða í hlutfalli við neðangreinda reglu. Kauptryggingin tekur þeim hækkunum sem verða á kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og SA á hverjum tíma.

Kauptrygging kr. 236.095,- / 2.576 pr 420 króka bjóð = 91,67 bjóð á mánuði
Með beituskurði / 2.759 pr 450 króka bjóð = 85,57 bjóð á mánuði
/ 3.066 pr 500 króka bjóð = 77,00 bjóð á mánuði
/ 3.311 pr 540 króka bjóð = 71,30 bjóð á mánuði

Kauptrygging kr. 236.095,- / 2.357 pr 420 króka bjóð = 100,17 bjóð á mánuði
Án beituskurðar / 2.525 pr 450 króka bjóð = 93,50 bjóð á mánuði
/ 2.806 pr 500 króka bjóð = 84,14 bjóð á mánuði
/ 3.030 pr 540 króka bjóð = 77,91 bjóð á mánuði

Kauptrygging kr. 236.095,- / 1.906 pr 420 króka bjóð = 123,87 bjóð á mánuði
Uppstokkun á línu / 2.042 pr 450 króka bjóð = 115,62 bjóð á mánuði
/ 2.269 pr 500 króka bjóð = 104,05 bjóð á mánuði
/ 2.450 pr 540 króka bjóð = 96,35 bjóð á mánuði

Kauptryggingin og aðrir launaliðir taka þeim hækkunum sem verða á kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og SA á hverjum tíma.

6. gr. Vinna við línu og netavinnu

Uppsetning línu Greiðsla án orlofs
Fyrir að hnýta 1000 nælontauma kr. 2.995
Sé aðeins hnýttur krókur kr. 2.099
Fyrir að setja upp línu, 100 tauma kr. 955

Vinna við þorskanet
Fyrir að fella net á teina (blý- og flotteina) kr. 2.096
Fyrir að setja netaslöngu á pípur kr. 898
Fyrir að setja brjóst fyrir báða enda kr. 163
Samtals þorskanet kr. 3.158

Fyrir að fella þorskanet á notaða teina og gera við
greiðist 10% álag á kr. 2.096 kr. 2.305

Fyrir að skera af neti, losa brjóst af teinum
og hringa teinana kr. 2.207

Vinna við grásleppunet
Fyrir að fella grásleppunet á teina (blý- og flotteina) kr. 2.515
Fyrir að setja grásleppunetaslöngu á pípur kr. 1.798
Fyrir að setja brjóst fyrir báða enda kr. 163 Samtals grásleppunet kr. 4.476

Fyrir að nálfella grásleppunet kr. 5.897

Fyrir að fella grásleppunet á notaða teina og gera við
greiðist 10% álag á kr. 2.515 kr. 2.767

Fyrir að skera af grásleppuneti, losa brjóst af teinum
og hringa teinana kr. 2.601

7. gr. Orlofs- og desemberuppbót
Greiða skal starfsmönnum við línu og netavinnu orlofs- og desemberuppbót í hlutfalli við starfstíma og starfshlutfall þeirra.
Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er:
Á árinu 2014 kr. 73.600.

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er:
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2014 verði orlofsuppbót kr. 39.500

8. gr. Ráðningarsamningur
Sé starfsmaður ráðinn til lengri tíma en eins mánaðar og að meðaltali lengur en átta klst. á viku skal eigi síðar en tveim mánuðum eftir að starf hefst gerður skriflegur ráðningarsamningur eða ráðning staðfest skriflega.

9. gr. Orlofsréttur
Lágmarksorlof skal vera 10,17% eða 24 dagar. Eftir að starfsmaður hefur starfað við beitningu eða netafellingu í 5 ár skal rétturinn vera 10,64% eða 25 dagar. Með sama hætti öðlast starfsfólk sem starfað hefur í fullu starfi við beitningu eða netafellingu í 10 ár 30 daga orlofsrétt eða 13,04% orlofslaun.

Starfsmaður sem hefur fengið aukinn orlofsrétt vegna starfa í annarri starfsgrein í sama fyrirtæki öðlast hann að nýju eftir 3 ár hjá nýjum atvinnurekanda, enda hafi rétturinn verið staðreyndur.

10. gr. Uppgjör
Um uppgjör og launaseðla fer eins og kveðið er á um í grein 1.10. í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og SA.

11. gr. Vinnutími
Um vinnutíma og lágmarkshvíld fer eins og kveðið er á um í 2. kafla í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og SA.

12. gr. Veikindaréttur
Um greiðslu launa í veikinda- og slysatillfellum og slysatryggingar fer eins og kveðið er á um í 8. kafla í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og SA.

13. gr. Hlífðarfatnaður
Atvinnurekandi skal leggja til hlífðarfatnað (svuntu, viðeigandi vettlinga, stígvél, buxur og slopp) Þar sem því verður ekki við komið skal fastráðinn beitningamaður hafa heimild til úttektar á vinnufatnaði hjá útgerðinni að upphæð kr. 6.387 á mánuði

Lausráðnir beitningamenn og starfsmenn við netafellingu skulu fá viðeigandi hlífðarfatnað.

14. gr. Greiðslur í lífeyrissjóð
Vinnuveitandi skal greiða 8% og starfsmaður 4% af öllum launum í lífeyrissjóð.

Viðbótarframlag vinnuveitanda í séreignasjóð skal vera 2% af öllum launum gegn 2% eða hærra framlagi starfsmanns í séreignasjóð.

15. gr. Endurhæfingarsjóður
Atvinnurekandi skuldbindur sig til að greiða sérstakt 0,13% launatengt gjald, endurhæfingargjald, á sama stofn og iðgjald til lífeyrissjóða. Að öðru leyti vísast til yfirlýsingar SA og ASÍ um Endurhæfingarsjóð frá 17. febrúar 2008.
Frá 1. febrúar 2014 hækki framlög til fræðslu- og starfsmenntasjóða um 0,10%.*

16. gr. Félagsgjald og önnur gjöld
Vinnuveitandi skal halda eftir félagsgjaldi af öllum launum starfsmanna og greiða þau til viðkomandi stéttarfélags. Um önnur gjöld s.s. gjald í orlofssjóð, sjúkrasjóð og starfsmenntasjóð fer eins og kveðið er á um í 10. kafla kjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands og SA.

17. gr. Frekari fríðindi
Nú hefur beitningamaður hærra kaup eða frekari fríðindi en samningur þessi ákveður og skal þá það kaup og þau fríðindi haldast.

18. gr. Önnur atriði
Um önnur atriði sem ekki eru tilgreind í þessum kafla vísast í aðalkjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins.

19. gr. Gildistími
Samningur þessi gildir frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Hafi gagnaðila ekki borist tilkynning um niðurstöðu fyrir klukkan 16:00 þann 4. apríl 2014 skoðast hann samþykktur.

Verði gerðar breytingar á samningsákvæðum eða samningstíma á grundvelli forsenduákvæðis í kjarasamningum SA og aðildarsamtaka ASÍ, dags. 5. maí 2011, skal það sama gilda um samning þennan.

Bókun

Í samræmi við almennar áherslur aðila vinnumarkaðarins eru samningsaðilar sammála um að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi enda skekkir hún samkeppnisstöðu fyrirtækja og sviftir launafólk samningsbundnum réttindum.

Reykjavík 28. mars 2014

Fh. Starfsgreinasamban Íslands Fh. Landssambands smábátaeigenda