Eins og flestir vita þá feldi Verkalýðsfélag Grindavíkur kjarasamninginn sem skrifað var undir þann 21 des 2013 með miklum mun.
í dag 28 feb 2014 hefst atkvæðagreyðsla um nýjan samning í húsi félagsins að Víkurbraut 46 í Grindavík. Ég get ekki sagt að við höfum unnið fullaðar sigur í þessari lotu en get þó sagt að þetta sé ágætis áfangi. Ég mæli hiklaust með því að þessi samningur verði samþykktur af okkar félagsmönnum. Ég er viss um að betur verði ekki gert í þessari lotu en aftur á móti hvet ég alla til að koma við á skrifstofu minni eftir þessa kosningu til að koma með sem flestar tillögur af því hvernig við förum af stað í næstu lotu vegna þess að við eru hvergi nærri hætt það þarf að bæta hag þeirra sem minnst hafa á milli handana mun betur. Ágætu félagar samþykkjum þenann samning og höldum svo áfram og verum tilbúin í næsta slag sem byrjar þá starx og klárast við uppahaf næsta samnings sem verður þá í feb 2015.