Heim » Fréttir » Fréttir » Ég skil ekki ekki Samtök atvinnulífsins.

Ég skil ekki ekki Samtök atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins segjast geta hækkað lámarkslaunin um 3.835 kr á mánuði í komandi kjarasamningum sem þýðir í vasann um 2.300 kr. Það segast þeir gera til að valda ekki meiri verðbólgu.

Á sama tíma munu forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins sem eru með að meðaltali 3,2 milljónir í mánaðarlaun fá launahækkun sem nemur að meðaltali um 64.000 kr. á mánuði til viðbótar eiga þeir að fá skattalækkun uppá 3.984 kr. á mánuði á meðan að þeir sem eru undir 250.000 kr á mánuði fá ekkert.

Hátekjufólkið á að fá skattalækkun á meðan að þeir sem eru með laun undir 250.000 kr fá ekkert.

Ég skora á Alþingi að hækka persónuafsláttinn þannig að tryggt verði að þeir sem minnst hafa handa á milli handanna verði ekki skyldir eftir þegar fyrirhugaðar skattbreytingar verða afgreiddar frá Alþingi.

Mér finnst dónaskapur þegar menn tala um að lægstulaun hafi hækkað mest. Þegar menn setja launaþróun upp í prósentur þá skekkist myndin vegna þess að ef þú hefur eina krónu og hækkar upp í tvær þá er það 100% hækkun síðan hefur þú 100 kr og hækkar um 1 kr þá er það bara 1% hækkun.

Þegar talað er um kaumáttaraukningu þá er talað um hvað þú færð þú fyrir aukninguna. í raunveruleikanum þá borgum við með krónum ekki prósentum. Þegar sá sem hefur 250.000 kr á máuði og undir mætir í búð til að kaupa í matin fyrir sína fjölskyldu þá borgar hann ákeðna krónutölu fyrir nauðþurftir sama á við þegar stjórnarmaður SA sem hefur 3.2 milljónir á mánuði mætir í búð þá borgar hann sömu krónutölu fyrir sínar nauðþurftir.

Þess vegna finnst mér að það ætti að koma krónutöluhækkun á launin okkar núna og finnst 20.000 kr bara sanngjarnt í því efni. Þá geta allir bætt við sig ca 3 lambalærum við sig og sína fjölsk
eða rúmum hundrað lítum af mjólk eftir skatta á mánuði.

kv
Magnús Már