Þann 12. Desember síðastliðinn var undirritaður kjarasamningur milli Verkalýðsfélags Grindavíkur og SA. Samningurinn hefur í för með sér launahækkanir og kjarabætur fyrir félagsfólk okkar á almennum markaði. Félagsmenn Verkalýðsfélags Grindavíkur eiga kost á því að kjósa um samninginn og verður verkalýðsfélagið með kynningarfundi á nýjum kjarasamningum. ( þetta á ekki við félagsmenn sem starfa hjá hjá Grindavíkurbæ eða ríkinu.)
Hvetjum við hluteiganda til að mæta og kynna sér nýjan samning!
Unnt er að kæra sig inn á kjörskrá með því að senda erindi á vlfgrv@vlfgrv.is Ef félagsmenn fá ekki upp kosningahlekk á „mínar síður“ en telja sig hafa kosningarétt um samninginn – þá sendið okkur erindi.
Opnað verður fyrir kosningar fimmtudaginn 15.des kl 10:00 og lýkur kosningu miðvikudaginn 21.des kl 10:00
Miðvikudaginn 14.desember verður fundur kl: 18:00
Miðvikudaginn 14. Desember verður fundur kl: 19:30 (Pólskumælandi túlkur verður)
Leave a Reply