Heim » Fréttir » Fréttir » Yfirlýsing 

Yfirlýsing 

skráð í Fréttir 0

Verkalýðsfélag Grindavíkur vill árétta að félagið skrifaði ekki undir kjarasamning SGS og SA um helgina vegna eftirfarandi atríða. 

Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur hafði ekki séð samninginn og því ekki í neinni stöðu til þess að meta hvort samningurinn væri viðunandi, einnig er það skoðun formanns félagsins að ekki sé hægt að skrifa undir samning fyrr en búið er að kynna samninginn og samþykkja í trúnaðarráði félagsins. 

Trúnaðarráð félagsins telur annmarka vera á nýjum samning, félagið fer því í það verkefni að reyna að laga þá annmarka. 

Í máli Vilhjálms Birgissons formanns SGS hefur komið fram að Verkalýðsfélag Grindavíkur skrifaði ekki undir samning vegna þrýstings frá Eflingu. Þetta er alrangt og vísar undirritaður málflutningi sem þessum til föður húsanna. 

Preview attachment Skjal_22120512040.pdf

Skjal_22120512040.pdf

46 KB

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *