Heim » Fréttir » Fréttir » Starfsmiðuð fjarnámskeið NTV

Starfsmiðuð fjarnámskeið NTV

skráð í Fréttir 0

Starfsmiðuð fjarnámskeið NTV, að fullu fjármögnuð af starfsmenntasjóðum hefjast að nýju í byrjun febrúarmánaðar.

Í boði verða sömu námskeið og kennd voru í nóvembermánuði sl.

Gerður hefur verið samningur milli NTV skólans og starfsmenntasjóðanna Landsmennt, Sjómennt, Sveitamennt og Ríkismennt um að bjóða aðildarfélögum sjóðanna fulla fjármögnun á 6 námskeiðum/námsleiðum sem allt eru starfsþróunarmiðuð og verkefnadrifin. 

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finn á http://www.ntv.is/is/um-ntv/yfirlit-flokka/view/stettarfelags-namskeid 

Framkvæmd við skráningu á námskeiðin verður með sama sniði og var sl. haust.

Einstaklingar skrá sig hjá NTV skólanum og mun skólinn senda reikninga beint á skrifstofu fræðslusjóðanna. Skráning: http://www.ntv.is/is/namskeid/nam-i-bodi-stettarfelags 

Námskeiðin sem um ræðir eru:
Bókhald Grunnur – 8 vikur (120 kes.)
Digital marketing – 7 vikur (112 kes.)
Frá hugmynd að eigin rekstri – 5 vikur (75 kes.)
App og vefhönnun – 6 vikur (90 kes.)
Vefsíðugerð í WordPress – 4 vikur (50 kes.)
Skrifstofu og tölvufærni – 6 vikur (96 kes.) 

Meðfylgjandi í viðhengi eru upplýsingar um námskeiðin ásamt auglýsingum fyrir vef- og samfélagsmiðla.

Einnig eigið þið að eiga útgáfur af auglýsingum með ykkar félagsmerki sem þið getið notað áfram.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *