Heim » Fréttir » Fréttir » Dale Carnegie LIVE ONLINE fyrir félagsmenn

Dale Carnegie LIVE ONLINE fyrir félagsmenn

skráð í Fréttir 0

A close up of a mans face

Description automatically generated

Verkalýðsfélag Grindavíkur, Báran stéttarfélag, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Drífandi og Verkalýðsfélag Suðurlands bjóða félagsmönnum sínum að sækja Dale Carnegie námskeið á einstökum kjörum.

Markmið námskeiðsins eru:

  • Efla sjálfstraust til að láta til sín taka og styrkja sig í starfi
  • Bæta samskiptahæfni til að byggja traust, auka samvinnu og hafa jákvæð áhrif á starfsumhverfið
  • Auka tjáningarhæfni til að tjá sig af lipurð og háttvísi, líka undir álagi
  • Bæta viðhorf og hæfni til að takast á við krefjandi aðstæður og álag
  • Efla leiðtogafærni til að geta veitt öðrum innblástur

Hvenær:  Námskeiðið hefst miðvikudaginn 14. október og stendur í 8 vikur, einu sinni í viku í 3 tíma í senn frá kl. 18-21. 

Hvar:  Námskeiðið fer fram í gegnum Webex þjálfunarumhverfi á netinu.  Tveir þjálfarar halda námskeiðið og er annar þeirra tæknilegur aðstoðarmaður sem hjálpar þér að tengjast í hljóð og mynd.

Verð:  Félagsmenn greiða aðeins kr. 13.500 en fullt verð er 169.000 og er námskeiðsgjaldið niðurgreitt af starfsmenntasjóði. ( Þeir sem skrá sig geta ekki fengið gjaldið endurgreitt nema hætt sé við með a.m.k tveggja vikna fyrirvara)

Skráning á námskeiðið fer fram hér eða í síma 555 7080.  Þeir sem þess óska geta skrá sig á Live Online kynningarfund hér.  

Nánari upplýsingar veitir Unnur Magnúsdóttir, unnurm@dale.is, s. 698-4130

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *