Heim » Fréttir » Fréttir » Fjölmennt á 1.maí kaffi Verkalýðsfélagsins

Fjölmennt á 1.maí kaffi Verkalýðsfélagsins

Formaður félagsins Hörður Guðbrandsson flytur ávarp í tilefni dagsins

Í gær 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, bauð Verkalýðsfélag Grindavíkur til kaffisamsætis í Gjánni ásamt því sem hoppukastalar voru í boði fyrir utan fyrir yngstu kynslóðina.  Fyrr um daginn var brúðuleikhús í Grindavíkurkirkju og að sýningunni lokinni var boðið upp á grillaðar pylsur, safa og hoppukastala í boði Verkalýðsfélagsins.  Vel tókst til í alla staði og var mæting góð enda veðrið eins milt og hægt er að vonast eftir á þessum árstíma. Kvenfélag Grindavíkur hafði umsjón með kaffiveitingunum í ár og var tertuhlaðborðið hið glæsilegasta eins og þeim er von og vísa.  Kjörorð 1.maí  í ár var „Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla“. Hér má sjá myndir frá deginum í gær en þær voru fengnar af vef Grindavíkurbæjar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *