Hörður Guðbrandsson nýr varaformaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Hörður Guðbrandsson er nýr varaformaður  Verkalýðsfélags Grindavíkur.  Hann tekur við af Gyfa ísleifssyni sem verið hefur varaformaður undanfarin tvö ár . Ég sem formaður  félagsins þakka Gylfa samstarfið og hlakka til samstarfsins við Hörð. Það er að mínu mati mikill fengur fyrir verkalýðsfélagið að fá mann eins og Hörð Guðbrandson  í framlínu félagsins. kv Magnús Már

VIÐRÆÐUM VIÐ RÍKI OG SVEITARFÉLÖG FRESTAÐ FRAM Í ÁGÚST

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta viðræðum við bæði ríki og sveitarfélög fram í ágúst en stefnt er að því að undirrita samninga við þessa tvo aðila fyrir 1. október næstkomandi.  Næstu samningafundir verða haldnir um miðjan ágúst. Fulltrúar SGS hafa gengið frá samkomulagi við samninganefnd ríkisins annars vegar og hins vegar samninganefnd Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um frestun viðræðna, … Lesa meira

Nýr Kjarasamningur samþykktur Alls staðar.

  Niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamninga Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og voru samningarnir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Starfsgreinasambandið fór með umboð 15 aðildarfélaga í viðræðunum og hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu um samningana. Í heildina var kjörsókn rúmlega 25%, já sögðu 79,95% en nei sögðu 18,43%. Auðir seðlar voru 1,62%. Á kjörskrá voru … Lesa meira

1 66 67 68 69 70 71 72 102
Select Language