Ræstingarauki um næstu mánaðarmót
Í kjarasamningi SGS og SA, sem undirritaður var í mars síðastliðnum, var samið um svokallaðan ræstingarauka fyrir starfsfólk í ræstingum. Þetta þýðir að ræstingarfólk fær sérstaka viðbótargreiðslu með launum fyrir ágúst sem greidd verða út um næstu mánaðamót. Ræstingaraukinn skal greiddur út mánaðarlega og reiknast hann í hlutfalli við starfshlutfall, en fyrir fullt starf er hann 19.500 kr. á mánuði. … Lesa meira