
Nú eru liðin 50 ár frá kvennafrídeginum 1975, þegar konur í landinu lögðu niður störf til að krefjast jafnréttis. Þá minnti verkalýðsleiðtoginn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir okkur á að kvennabaráttan ætti að snúast um að lyfta þeim sem lægst stæðu í samfélaginu. Í dag eru það konur af erlendum uppruna sem bera uppi mörg af grunnstoðastörfum samfélagsins, í ræstingum, umönnun barna og aldraðra, en búa of oft við lág laun, mikið vinnuálag og hafa lítið bakland. Þær eru verkakonur samtímans. Það eru þær sem Aðalheiður myndi tala fyrir í dag, og það er ástæðan fyrir því að við í ASÍ gerum það nú. Viðburðurinn verður túlkaður yfir á ensku.
Hér er hlekkur á þennan stærsta viðburð ASÍ á Kvennaári 2025, í Hörpu þann 24. október nk. https://docs.google.com/forms/d/1TuRzR9fHLHZlq77OyOCq3XRkU-nqFvohmMlHg3ub_zc/edit?ts=68d14878
Leave a Reply