- Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.
- Með kjarasamningnum fylgja nýjar launatöflur sem gilda afturvirkt
- frá 1. apríl 2024.
- Launahækkanir koma til áhrifa á fjórum dagsetningum með árs
- millibili á samningstímanum.
- Desemberuppbót á árinu 2024 verður 135.500 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður full persónuuppbót 150.000 kr.
- Orlofsuppbót á árinu 2024 verður 57.500 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður orlofsuppbót m.v. fullt starf 64.000 kr. Sérstakar greiðslur lægstu launa hækka um 3,25% frá 1. apríl 2024 og svo um 3,50% 1. apríl árlega út samningstímann.
- Viðbótarlaun á einstök starfsheiti í leikskóla og heimaþjónustu hækka um 3,25% frá 1. apríl 2024 og svo um 3,50% 1. apríl árlega út samningstímann. Frá 1. ágúst 2024 greiðast viðbótarlaun einnig á einstök starfsheiti í grunnskóla.
- Framlag í félagsmannasjóð hækkar úr 1,5% í 2,2% frá 1. apríl 2024 Breytingar á undirbúningstímum starfsfólks á leikskólum.
Hækkun Grunnlauna á samningstímanum
Dæmi um hækkun grunnlauna
Launaflokkur: 125
Persónuálag: 8%
Starfshlutfall: 100%
Laun áður: 499.077 kr.
Laun frá 1. apríl 2024: 524.726 kr.
Hækkun í krónutölum: 25.649 kr.
Prósentuhækkun: 5,14%
Glærukynning á kjarasamningi SGS og Sambands íslenskra sveitafélaga 2024 – 2028
Kjarasamningur SGS og Sambands íslenskra sveitafélaga 2024 – 2028
Sameiginleg rafræn atkvæðagreiðsla félagsmanna aðildarfélaga
SGS sem starfa skv. kjarasamningnum hefst 5. júlí kl. 12:00 og
lýkur 15. júlí kl. 09:00.
Mundu eftir að kjósa!
Nánari upplýsingar á SGS.IS
Leave a Reply