Heim » Fréttir » Fréttir » Frá bæjarstjórn Grindavíkur

Frá bæjarstjórn Grindavíkur

skráð í Fréttir 0

Skorum á lífeyrissjóði að greiða hratt og örugglega úr lánamálum íbúa

Að lokum ræddi bæjarstjórn um málefni íbúa og vill koma með eftirfarandi áskoranir:

Við bæjarstjórn Grindavíkur skorum á lífeyrissjóði að greiða hratt og örugglega úr lánamálum íbúa Grindavíkur með sömu leið og bankarnir hafa nú þegar gert. Forsendur lánþega eru algjörlega brostnar og með öllu óskiljanlegt hversu ósveigjanlegt viðmót lífeyrissjóðir hafa sýnt lánþegum sínum úr Grindavík.  

Bæjarstjórn Grindavíkur skorar einnig á leigufélög að falla frá innheimtu leigu til þeirra leigjenda sem ekki búa í leiguhúsnæði sem innheimt er fyrir.

Svo viljum við koma á framfæri hrósi til allra viðbragðsaðila sem standa vaktina dag og nótt í bænum okkar. Einnig viljum við hrósa bæjarbúum, aðstæður okkar hafa ekki verið auðveldar síðustu mánuði og  enn er ekki ljóst hvenær samfélagið okkar getur sameinast á ný heima í Grindavík.

Þið standið ykkur vel, öll á ykkar hátt. Munum að við tökumst á við hlutina á ólíkan hátt og sýnum náunganum og nærsamfélagi skilning. 

Góðar kveðjur,

bæjarfulltúar Grindavíkur

(Birt með leyfi og tekið af síðu Grindavíkurbæjar.)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *