Heim » Fréttir » Fréttir » Verkalýðsfélag Grindavíkur flytur skrifstofu sína til Reykjavíkur

Verkalýðsfélag Grindavíkur flytur skrifstofu sína til Reykjavíkur

skráð í Fréttir 0

Verkalýðsfélag Grindavíkur hefur flutt skrifstofu sína til Reykjavíkur tímabundið og hefur þegið boð VR um aðstöðu á skrifstofu VR í Húsi verslunarinnar í Kringlunni 7. Símanúmer og netfang verða óbreytt, símanúmer 426 8594 og netfang vlfgrv@vlfgrv.is. Við tökum á móti félagsfólki á staðnum eða veitum alla þjónustu sem þörf er á símleiðis eða í gegnum tölvupóst. Ekki hika við að hafa samband við okkur.

Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR vinna nú sameiginlega að því að tryggja félagsfólki í báðum félögum sem starfa hjá fyrirtækjum í Grindavík og nágrenni fulla framfærslu á meðan óvissuástand ríkir. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *