Í ljósi þeirra ráðlegginga sem sóttvarnarlæknir hefur gefið frá sér vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar, hefur Verkalýðsfélag Grindavíkur ákveðið að loka skrifstofu sinni fyrir heimsóknum, tímabundið. Frá og með morgundeginum um óákveðinn tíma.
Starfsfólk mun vinna áfram á skrifstofu félagsins og að heiman og viljum við hvetja félagsmenn til að nýta sér síma, tölvupóst og vefsíðu félagsins til upplýsinga.
Sími félagsins er 426-8594 en einnig má senda póst á vlfgrv@6eab78.lanterman.shared.1984.is og bregst starfsfólk félagsins eins hratt og auðið er við erindum.
Með því að nota síma og tölvupóst í stað þess að koma á staðinn – minnkum við líkur á Corona vírusinn svokallaði breiðist hraðar út en efni standa til.
Sé erindið mjög brýnt þá er hægt að hafa samband í síma 892-8603
Leave a Reply