Sjúkrasjóður og fræðslusjóðir- skil á gögnum

skráð í Fréttir 0

Í desember þarf að skila inn gögnum fyrr en venjulega Greiðsla dagpeninga og styrkja vegna desembermánaðar fer fram 30. desember nk. og verður það síðasti greiðsludagur á þessu ári. Skila þarf gögnum til félagsins í síðasta lagi 15. desember næstkomandi til að ná þessari útborgun. Það sem kemur inn eftir þann tíma verður greitt í lok janúar 2020.

Umsókn um dvöl í Orlofshús páskar 2020

skráð í Fréttir 0

Búið er að opna fyrir umsóknir um dvöl í íbúð Verkalýðsfélags Grindavíkur á Tenerife um páskana 8. apríl 2020 til 22. apríl 2020. Umsóknarfrestur er til 20. Nóv Leigan er 100þúsund og 18 punktar. Úthlutað er eftir punktastöðu. Hægt er að sækja um á sjóðsfélagavef félagsins sem er að finna hér

Nýir kauptaxtar komnir á vefinn

Nýir kauptaxta fyrir þá sem starfa á almennum vinnumarkaði eftir samningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru nú aðgengilegir á vef sambandsins og má nálgast þá hér. Viðkomandi kauptaxtar gilda frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2020. Samkvæmt töxtunum hækkuðu kauptaxtar frá 1. apríl 2019 um 17.000 kr. á mánuð og almenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf nam 17.000 kr. á … Lesa meira

1 45 46 47 48 49 50 51 102
Select Language