Styrkir  Verkalýðafélags Grindavíkur, tekur gildi 1.janúar 2019.

Gleraugnastyrkur

Styrkur er að hámarki 30.000 kr eða 50% af upphæð reiknings á 3ja ára fresti.

Sækja um

Heilsueflandi og forvarnarstyrkur

Nudd, líkamsræktarstyrkur, osteopati. sjúkraþjálfun,kíropraktor og Hjartavernd 50.000kr á ári en að hámarki 50% af reikningi.

Sækja um

 Tæknifrjóvgun

Styrkur er allt að 150.000kr af fyrstu meðferð glasa- eða smásjármeðferðum en ekki hærri en 50% af reikningi.

Sækja um

Heyrnatæki

Styrkurinn er allt að 150.000kr en aldrei meira en 50% af hlut sjúklings einu sinni á 5 ára fresti.

Sækja um

Dánarbætur og jarðarfarastyrkur

Styrkurinn er 360.000kr. En þó aldrei lægri en 100.000kr  miðað við að félagsmaður hafi greitt til félagsins síðustu 5 starfsæviár sín í hlutfalli við reglur sjóðsins miðað við hámarksstyrk.

Sækja um

Krabbameinsskoðun

Greidd að fullu að hámarki 10.000kr.

Sækja um

Meðferðar og aðgerðarstyrkur,undir það fellur:

Áfengismeðferð 1 skipti.

Dvöl hjá NLFÍ, 50% af reikningi  en að hámarki 50.000kr.  Læknisvottorð þarf að fylgja umsókn.  Á 5 ára fresti eða einu sinni: Sálfræðimeðferð 50% af reikningi en að hámarki 50.000kr.

Æðahnútaaðgerð og almennar bæklunaraðgerðir 50% af reikningi en að hámarki 30.000kr.

Laseraðgerð og augasteinaskipti hámark 50% af reikningi en að hámarki 150.000kr.

Sækja um

Tann- og munnaðgerðir

Að hámarki 20.000kr en aldrei meira en 50% af reikningi.

Sækja um

Rannsóknarstyrkur

Styrkurinn er 50% af reikningi þó að hámarki 10.000kr á ári.  Undir þetta falla speglanir,röntgen, sneiðmyndataka og segulómskoðanir.

Sækja um

Samanlagðir styrkir samkvæmt fyrrgreindum liðum eru að hámarki 80.000kr pr. einstakling á hverju almanaksári fyrir fullgreiðandi einstakling, að undanskildu heyrnatækjum, tæknifrjóvgun, laser-aðgerð á augum og augasteinaaðgerð.

Greiða þarf til félagsins í 6 mánuði af síðustu 12 mánuðum til að fá greiddan styrk í hlutfalli af innborgun.  Til að hljóta fullan styrk þarf viðkomandi að vera búinn að greiða til félagsins mánaðarlega  s.l. 12 mánuði. Kvittanir mega ekki vera eldri en 12 mánaða.