Heim » Fréttir » Fréttir » Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning SGS og ríkisins hafin

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning SGS og ríkisins hafin

skráð í Fréttir 0

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn fer fram 1.-8. júlí. Smellið á hnappinn hér að neðan til að greiða atkvæði um samninginn. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki til að geta kosið.

Helstu atriði samningsins

  • Með kjarasamningnum fylgir ný launatafla sem gildir afturvirkt frá 1. apríl 2024.
  • Hækkun grunnþreps í launatöflunni verður með eftirfarandi hætti á samningstímanum:
    1. apríl 2024: 26.900 kr. þó að lágmarki 3,25%
    1. apríl 2025: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
    1. apríl 2026: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
    1.apríl 2027: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
  • Laun í grunnþrepi hækka um 98.150 kr. á samningstímanum.
  • Persónuálagsstig haldast óbreytt.
  • Persónuuppbót (desemberuppbót) á árinu 2024 verður 106.000 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður full persónuuppbót 118.000 kr.
  • Orlofsuppbót á árinu 2024 verður 58.000 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður orlofsuppbót m.v. fullt starf 64.000 kr.

Kjarasamningurinn

Hér að neðan má nálgast kjarasamning SGS og ríkisins sem undirritaður var 25. júní 2024. Athugið að samningurinn inniheldur aðeins þær breytingar sem voru gerðar á fyrri samningi ásamt nýjum  launatöflum. Heildarútgáfa nýs samnings verður í síðasta tilbúin 1. nóvember 2024. Þangað til er vert að benda á fyrri heildarútgáfu.

Kjarasamningur SGS og ríkisins 2024-2028

Launatölur

Launatöflur SGS og ríkisins 2024-2028

Kynningarglærur

Glærukynning á kjarasamningi SGS og ríkisins 2024-2028

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *