ASÍ kynnir nýja vefsíðu sem nú er komin í loftið – www.labour.is
labour.is er upplýsingasíða fyrir launafólk sem er nýtt á íslenskum vinnumarkaði. Þá vonumst við einnig til að síðan nái til þeirra sem eru í hvað verstu aðstæðunum, þolendum mansals á vinnumarkaði.
Síðan er á 11 tungumálum: ensku, pólsku, litháísku, lettnesku, spænsku, rúmensku, arabísku, úkraínsku, rússnesku, farsi (persnesku) og íslensku.
Á síðunni má finna almennar upplýsingar um helstu réttindi á vinnumarkaði: https://labour.is/your-rights-at-work/. Þá er fólki vísað á stéttarfélagið sitt fyrir nánari upplýsingar og aðstoð.
Samhliða útgáfu vefsíðunnar kemur út bæklingur, einnig á 11 tungumálum, sem vísar fólki áfram á labour.is
Bæklinginn má finna hér að neðan.
Leave a Reply