Heim » Fréttir » Fréttir » Starfsárið 2015 fyrir mig persónulega og Verkalýðsfélag Grindavíkur.

Starfsárið 2015 fyrir mig persónulega og Verkalýðsfélag Grindavíkur.

Starfsárið 2015 fyrir mig persónulega og Verkalýðsfélag Grindavíkur byrjaði með miklum átökum á vinnumarkaði. Ég er stoltur af mínu fólki í þeim átökum við sýndum samstöðu og stóðum í þessu öll sem eitt og ég lærði gríðalega mikið á þessu. Ég tek hatt minn ofan fyrir öllu verkafólki á íslandi og verkalýðsforustan er ekki svo slæm eða reyndar virkilega góð þegar okkur tekst að standa saman. í gegnum þetta ferli sem átökin voru í gangi kynntist ég mikið af  flottu fólki allskonar.  Fólki sem átti það sameiginlegt að vilja bæta kjör verkafólks á Íslandi og veitir ekki af. Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér vænt um þetta ferli og alla þá sem unnu að þessu verkefni með okkur í Verkalýðsfélagi Grindavíkur. Megnið af þeim kröfum sem komu frá Verklýðsfélagi Grindavíkur komust í gegn. Eins hefur samstarf við atvinnurekendur í Grindavík verið mjög gott og eiga allir sem að því koma hrós skilið. Stjórn félagsins hefur verið samstíga og starfið nefndunum verið markvisst og flott. Það hefur verið skemmtilegt að finna áhuga þess fólks vaxa við hverja raun. Það er mikill fengur fyrir félag eins og okkar að hafa aðgang að svona mörgum og flottum einstaklingu sem hafa svona breyðan bakgrunn.  Við höfum verið duleg að láta okkar skoðun í ljós þar sem það hefur verið hægt og samstarf við önnur verkalýðsfélög verið með miklum ágætum.

Orlofshúsin hafa verið endurnýjuð að verulega miklu leiti og mikil vinna farið í það. Búið er að kaupa íbúð á Akureyri sem verður afhent 1.febrúar nk. með þessu eru húsin orðin fjögur og öll í toppstandi.

Mjög margir hafa notað þá styrki sem í boði eru hjá  Verkalýsfélagi Grindavíkur og er það mjög jákvætt og gott. Svona félög eru fyrir fólkið en ekki fólkið fyrir félögin.

Það verður bara að segja eins og er þetta hefur verið skemmtilegt á og það er ykkur að þakka kæru samstarfsmenn og félagar.

Um leið og ég Þakka ykkur öllum fyrir samstarfið á liðnu ári óska ég ykkur gleðilegs og farsæls nýs árs.

kv

Magnús Már Jakobsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *