Heim » Fréttir » Fréttir » Ég er svolítð hugsi um kaupmenn á íslandi.

Ég er svolítð hugsi um kaupmenn á íslandi.

Ég er svolítð hugsi um kaupmenn á íslandi. Þeir hækkuðu vörur sínar vegna væntanlegra kjarasamninga svo hækka þeir aftur vörur vegna ný gerðra kjarasamninga. Ef við skoðum matvöruna þá borgar sig að fyrir þá sem eru með minni búðirnar eins og t.d sjoppur og kaupmaðurinn á horninu að kaupa sumar vörur í Bónus. Sem er svolítið skrítið þar sem þeir versla báðir við sama birgjann. Getur verið að stóru keðjurnar sem eru alltaf með lægsta verðið séu í raun að halda matvöruverði of háu? Allavega spyr ég mig af hverju geta þeir fengið vörurnar á svona miklu lægra verði frá birgjum. Ég hef spurt að þessu þá er svarið með magninu.

Ég trúi ekki að milliliðurinn sé að tapa á viðskiptum við stórkaupmanninn þannig að hann ætti að geta gert betur við þá sem eru minni. Eða er sá litli að borga tapið sem hlýst af viðskiptinum við þann stóra eða er það sá stóri sem er í raun milliliðurinn. Olíuverð hefur lækkað mikið á heimsmarkaði og það hefur ekki skilað sér í verði til neytenda.

Mín skoðun er sú að álagning sé allt of há hér á íslandi og að einhverstaðar sé maðkur í mysuni.

Bestu kv

Magnús Már Jakobsson