Heim » Fréttir » Fréttir » Nýr Kjarasamningur samþykktur Alls staðar.

Nýr Kjarasamningur samþykktur Alls staðar.

 

Undirritun kjarasamnings - 29.05.2015 (113)

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamninga Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og voru samningarnir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Starfsgreinasambandið fór með umboð 15 aðildarfélaga í viðræðunum og hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu um samningana. Í heildina var kjörsókn rúmlega 25%, já sögðu 79,95% en nei sögðu 18,43%. Auðir seðlar voru 1,62%. Á kjörskrá voru 9.589 manns.

Niðurstöðurnar voru alls staðar afgerandi og teljast samningarnir á hinum almenna vinnumarkaði sem undirritaðir voru 29. maí síðastliðinn því samþykktir hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífandi stéttarfélagi, Einingu – Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Samstöðu stéttarfélagi, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Þórshafnar.

Niðurstöður atkvæðagreiðslu SGS 22062015

Niðurstöður atkvæðagreiðslu allra aðildarfélaganna, þ.m.t. Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands

Uppfærð frétt:

Kjarasamningurinn var einnig samþykktur hjá þeim fjórum aðildarfélögum sem veittu SGS ekki umboð en eru innan sambandsins. Flóabandalagið (Efling, Hlíf, og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis) samþykkti samninginn með 78,9% greiddra atkvæða og Stéttarfélag Vesturlands samþykkti samninginn með 87,24% greiddra atkvæða.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *