Heim » Fréttir » Fréttir » Fé­lags­menn VR samþykktu verk­fall

Fé­lags­menn VR samþykktu verk­fall

Fé­lags­menn VR samþykktu verk­fall

Merki VR.stækkaMerki VR.

Verk­falls­boðun á fé­lags­svæði VR var samþykkt í at­kvæðagreiðslu meðal fé­lags­manna sem lauk á há­degi í dag, þriðju­dag­inn 19. maí.

Kosið var um verk­fall meðal fé­lags­manna sem starfa í fyr­ir­tækj­um inn­an Sam­taka at­vinnu­lífs­ins ann­ars veg­ar og inn­an Fé­lags at­vinnu­rek­enda hins veg­ar. At­kvæðagreiðslan var ra­f­ræn og hófst að morgni 12. maí síðastliðinn.

Heild­arniður­stöður eru sem hér seg­ir: 

  • Sam­tök at­vinnu­lífs­ins : Alls sögðu 3.830 já við boðun verk­falls eða 58% en 2.624 sögðu nei eða 39,7%. Auð at­kvæði voru 154 eða 2,3%. Kosn­ingaþátt­taka var 25,2%, á kjör­skrá voru 26.225.
  • Fé­lag at­vinnu­rek­enda : Alls sögðu 139 já við boðun verk­falls eða 57,4% en 96 sögðu nei eða 39,7%. Auð at­kvæði voru 7 eða 2,9%. Kosn­ingaþátt­taka var 29,8%, á kjör­skrá voru 813.

Und­ir­bún­ing­ur verk­fallsaðgerða held­ur því áfram en fyr­ir­hugað er að þær hefj­ist með 2ja daga verk­falli starfs­manna í hóp­bif­reiðafyr­ir­tækj­um þann 28. maí.

Tveggja daga verk­föll í fleiri starfs­grein­um fylgja svo í kjöl­farið en þann 6. júní hefst ótíma­bundið alls­herj­ar­verk­fall.