Heim » Fréttir » Fréttir » Lág­marks­laun ættu að vera 329.000 kr.

Lág­marks­laun ættu að vera 329.000 kr.

Lág­marks­laun ættu að vera 329.000 kr.

Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands og Drífa Snædal framkvæmdastjóri.stækkaBjörn Snæ­björns­son formaður Starfs­greina­sam­bands Íslands og Drífa Snæ­dal fram­kvæmda­stjóri. Skapti Hall­gríms­son

91,6% lands­manna eru hlynnt kröf­um Starfs­greina­sam­bands Íslands (SGS) um að hækka lág­marks­laun á ís­lensk­um vinnu­markaði í 300.000 krón­ur á mánuði miðað við fullt starf, inn­an þriggja ára. Aðeins 4,2% eru and­víg kröf­unni. Þetta er niðurstaða nýrr­ar könn­un­ar Gallup sem gerð var fyr­ir SGS.

Fólk var einnig spurt að því hver lág­marks­laun á ís­lensk­um vinnu­markaði ættu að vera miðað við fullt starf og er niðurstaðan 329 þúsund krón­ur að meðaltali. Kröf­ur SGS, sem hyggst hrinda af stað fyrstu verk­fallsaðgerðum sín­um á morg­un fimmtu­dag, ef ekki semst áður, virðast njóta breiðs og víðtæks stuðnings í sam­fé­lag­inu.

Stuðning­ur við kröf­urn­ar er ör­lítið meiri hjá kon­um en körl­um og sömu­leiðis nefna kon­ur hærri tölu að meðaltali þegar spurt er hver lág­marks­laun ættu að vera. Eng­inn mark­tæk­ur mun­ur er hins veg­ar á svör­um fólks eft­ir því hvort það býr á lands­byggðinni eða í Reykja­vík og ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um. Sömu­leiðis er ekki mark­tæk­ur mun­ur milli tekju­hópa þegar stuðning­ur við 300 þúsund króna kröf­una er skoðaður.

Drífa Snæ­dal, fram­kvæmda­stjóri SGS, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að þess­ar niður­stöður staðfesti þann meðbyr sem SGS hef­ur fundið í sam­fé­lag­inu. „Það er kom­inn tími til þess að lág­marks­laun dugi fyr­ir fram­færslu og al­menn­ing­ur tek­ur und­ir með okk­ur í þeirri sjálf­sögðu kröfu. Það er ánægju­legt að fá staðfest­ingu á því að við séum á réttri leið og svona af­ger­andi stuðning­ur gef­ur okk­ur byr und­ir báða vængi í þeim átök­um sem framund­an eru. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins verða að hlýða á kröf­ur okk­ar og sam­fé­lags­ins alls. Það er í þeirra valdi að af­stýra erfiðum og lang­dregn­um átök­um.“

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *