Það var frábær þáttaka í kosningunni eða 61,11% af þeim sem voru með kosningarétt í allmennasamningnum. Það voru 99,33% sem sögðu já við verkfalli og 0,67% vilja ekki í verkfall. Þetta eru að mínu mati mjög skýr skilaboð um að okkar fólk vill breytingar.
Í þjónustusamningnum var 42,55% kjörsókn það voru 95% sem sögðu já við verkfalli og en 5% af þeim sem kusu vilja ekki fara í verkfall eins er þetta er mjög afdráttalaus afstaða með.
Hjá okkur í Grindavík er greinilega mikil samstaða enda ekki nema von í þessu árferði. Það er greinilegt að nú er breytinga þörf fólk er orðið þreytt á því að vinna myrkranna á milli en samt ná ekki endum saman. Þær kröfur sem Starfsgreinasambandið sendi frá sér eru bæði léttvægar og sanngjarnar. Það er ömurlegt að hlusta á menn sem hafa milljónir á mánuði tala um að þetta setji allt í bál og brand. Við þá segi ég bara okkar fólk er ekki ykkar eign þetta er fólk með fjölskyldur sem þau í sumum tilfellum vanrækja til þess að þjóna ykkar hagsmunum kæru atvinnurekendur. Það tekur forstjóra Flugleiða örfáar klukkustundir að vinna fyrir utanlandsferð fyrir sig og sína og fyrir utan það þá hefur hann sjálfsagt tíma til þess líka mikið af fólki sem vinnur fyrir hann getur ekki leift sér að það nokkur tímann. Við erum að tala um að ná ca 10%af launum þeirra sem sitja í stjórn SA á næstu 3 árum. Kæru vinir ég er orðinn frekar fúll með það að sé náttúrulögmál að verkafólki sé haldið við fátækrarmörk. Þessu verðum við að breyta og gerum það saman látum ekki kúa okkur þetta er komið nóg.
Takk fyrir þáttökuna ég mun fara með þessi skilaboð áfram.
bestu kveðjur
Magnús Már