Heim » Fréttir » Fréttir » Allir að kjósa.

Allir að kjósa.

Mitt mat er að núna sé tími til að láta til okkar taka og láta okkar rödd heyrast í samfélaginu þessa dagana er verið að kjósa um verkallsboðun. Nýtið kosninga réttinn og kjósið eftir ykkar sannfæringu.  Ég hef verið var við að nokkrir segja að verkfallsaðgerðir skili engum árangri og hafi aldrei gert. En það sem vekur furðu mína er það að þeir sem hafa verið að segja þetta við mig eru sömu mennirnir og húðskömmuðu mig fyrir rúmu ára síðan fyrir það að láta vaða svona yfir mig og standa ekki í lappirnar þá og svo segja þeir núna hver á að borga af húsinu mínu og fæða fjölskylduna mína ætlar þú að gera það.  Staðreyndin er sú að okkur er mikill vandi á höndum og það eru ekki mörg úræði í boði fyrir okkur. Auðvitað er skítt að þurfa að fara í verkfall til að fá mannsæmandi laun og jafnvel lifað á þeim en því miður virðist Samtökum Atvinnulífsins vera alveg sama hvort fólk geti lifað á laununum sínum eða ekki miðað við  þau tilboð sem frá þeim koma. Þeir benda á að svona mikil hækkun eins og við erum að fara fram á muni sliga samfélagið okkar. Það er vegna þess að þeir vilja láta prósentuna ganga upp stigann. En förum í raunveruleikann láglaunamaðurinn á fjölskyldu eins og sá hálaunaði börnin þeirra fara í frístundir og hafa aðrar þarfir sem kosta allar krónur  svo tala þeir um að þeir sitji eftir . Hvernig má það vera þegar launahækkanir þeirra eru uppá fleiri krónur en þeir sem eru á lægstu laununum eru með í heildarlaun.  Jú það er svo gott að fela misskiptinguna í prósentureikning. Tökum dæmi barn vill stunda íþrótt sem kostar ca 100.000kr á ári. Meðallaun samninganefndar SA  eru ca tvær milljónir á mánuði og lágmarkslaun eru rúm tvöhundruð þúsund  krónur á mánuði hérna hentar prósentureikningurinn ekki og spurnig hver hefur í raun dregist aftur úr. Ef við ættum að vera sanngjörn þá notum við prósentur á hæðstu launin og látum þá krónutölu ganga niður stigann. En kæru vinir þegar öllu er á botninn hvolt þá eigum við kosningaréttinn og kjósum eftir okkar sanfæringu mín segir já en ykkar burt með þessa ljótu misskiptingu sem er að myndast á Íslandi.

Bestu kveðjur
Magnús Már Jakobsson

943431_10151371171721205_1687881345_n

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *